04.03.1958
Neðri deild: 60. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 643 í B-deild Alþingistíðinda. (518)

66. mál, farsóttarlög

Frsm. (Kjartan J. Jóhannsson):

Herra forseti. Frv. þetta er komið frá Ed., var samþ. þar samhljóða án breytinga. Í því felast efnislega þær breytingar einar frá gildandi lögum, að lögin eru samræmd sóttvarnarlögum frá 1954 og nokkur ný ákvæði sett í lögin samkvæmt þeim venjum, sem skapazt hafa í framkvæmd.

Í aths. við frv. segir, með leyfi hæstv. forseta: „Frv. þetta er samíð af landlækni, hefur verið sent til umsagnar læknadeild háskólans, stjórn Læknafélags Íslands, Tryggingastofnun ríkisins og borgarlækni í Reykjavík, en enginn taldi ástæðu til að gera við það aths., að því er efni þess varðar.“

Heilbr.- og félmn. hefur rætt frv. og leggur til, að það verði samþ. eins og það liggur fyrir.