14.04.1959
Neðri deild: 107. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1307 í B-deild Alþingistíðinda. (1177)

144. mál, stjórnarskipunarlög

Frv. vísað til 2. umr. með 22:11 atkv.

Till. um að kjósa 7 manna stjórnarskrárnefnd til þess að fjalla um málið samþ. með 34 shlj. atkv.

Við kosningu nefndarinnar komu fram fjórir listar, sem á voru samtals jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkv. því voru kjörnir án atkvgr.:

Bjarni Benediktsson (D),

Gísli Guðmundsson (B),

Jóhann Hafstein (D),

Benedikt Gröndal (A),

Páll Þorsteinsson (B),

Einar Olgeirsson (C),

Jón Sigurðsson (D).

Frv. vísað til stjskrn. með 33 shlj. atkv.