15.12.1958
Neðri deild: 40. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í B-deild Alþingistíðinda. (134)

55. mál, útflutningssjóður o. fl.

Frsm. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Efni þessa frv., sem er tiltölulega stutt og einfalt, er það, að hækkun sú, sem ákveðin var á almannatryggingabótum í l. um útflutningssjóð á s.l. vori, taki nú einnig til slysadagpeninga og dánarbóta, þegar um er að ræða dauðaslys lögskráðra sjómanna, svo og sjúkradagpeninga og fæðingarstyrks og enn fremur gildi það sama um bætur samkvæmt l. um atvinnuleysistryggingar.

Fjhn. hefur haft þetta mál til athugunar og er sammála um að mæla eindregið með því, að það verði samþykkt. Einn nm., hv. 5. þm. Reykv., var þó fjarverandi, þegar málið var afgreitt.