26.01.1959
Efri deild: 53. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í C-deild Alþingistíðinda. (1418)

86. mál, kirkjugarðar

Frsm. (Sigurvin Einarsson):

Herra forseti. Þetta frv. um kirkjugarða, á þskj. 179, sem hér er til umr., er flutt af hv. menntmn. skv. beiðni kirkjumrn. Einn nm., hv. 4. landsk. þm. (FRV), var fjarverandi vegna veikinda, þegar n. tók ákvörðun um flutning frv. N. hefur ekki athugað frv. að neinu ráði að þessu sinni, en mun að sjálfsögðu gera það fyrir 2. umr. Nm. hafa þess vegna óbundnar hendur um afstöðu til málsins.

Á síðasta þingi flutti hv. menntmn. frv. um kirkjugarða eftir beiðni kirkjumrn., en það varð ekki útrætt þá. Því frv. var þó vísað til 2. umr., og 22. apríl sendi menntmn. það frv. til umsagnar kirkjuráði, Sambandi íslenzkra sveitarfélaga, skipulagsnefnd ríkisins og bæjarstjórn Reykjavikur. Þetta var mjög seint á þinginu, og var því ekki unnt að koma málinu áfram, enda hafa engin svör frá þessum aðilum borizt siðan nema frá kirkjuráði. En þetta frv., sem nú er flutt, er í öllum aðalatriðum samhljóða frv., sem flutt var í fyrra.

1955 skipaði þáverandi kirkjumrh. n. til þess að endurskoða gildandi lög og tilskipanir um málefni kirkjunnar. N. skipuðu þeir herra Ásmundur Guðmundsson biskup, Gústaf A. Jónasson ráðuneytisstjóri og séra Sveinn Víkingur skrifstofustjóri, og það er þessi n., sem hefur samið þetta frv.

Gildandi lög um kirkjugarða eru nú orðin 27 ára gömul. Forráðamönnum kirkjunnar þykir full nauðsyn á því, að þessi lög séu endurskoðuð. Þykir skipulagi og hirðingu kirkjugarða hér á landi mjög ábótavant og svo hafi reyndar verið um langa tíð. Erlendis er kirkjugörðum meiri sómi sýndur, og víða eru þeir hinir fegurstu reitir. Tilgangurinn með flutningi þessa frv. er sá, að taka upp fegrun og endurbætur á kirkjugörðum í landinu og skapa fastari reglur um stjórn þeirra og alla umhirðu.

Þar sem frv. þetta er flutt af n., geri ég ekkí till. um, að því sé vísað til n., en eins og ég sagði áðan, þá mun menntmn. taka frv. til athugunar fyrir 2. umr.