11.05.1959
Sameinað þing: 47. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í D-deild Alþingistíðinda. (1999)

136. mál, vinnsla kísilleirsins við Mývatn

Frsm. (Áki Jakobsson):

Herra forseti. Fjvn. hefur haft þessa till. til athugunar og kynnt sér það, að bráðabirgðarannsóknir þær, sem fram hafa farið á kísilleir í Mývatni og í Reykjadal, hafa gefið tilefni til þess, að ástæða sé til að rannsaka þetta betur, og virðast, eins og nú standa sakir, allar líkur benda til þess, að þarna sé um það mikið magn af kísil að ræða, að hægt sé að vinna hann á fjárhagslega eðlilegan hátt. Þetta er mjög mikið magn, sem þarna væri um að ræða, og þess vegna geysilega miklar framkvæmdir, sem þarna gætu orðið út úr þessu, og útflutningsvara, en kísillinn er notaður í ákaflega margháttuðum tilfellum í sambandi við hvers konar iðnað. Var fjvn. sammála um að mæla einróma með því, að þáltill. á þskj. 345 yrði samþykkt óbreytt.