11.05.1959
Sameinað þing: 47. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 126 í D-deild Alþingistíðinda. (2004)

168. mál, þjóðvegir úr steinsteypu

Ólafur Thors:

Herra forseti. Ég vildi aðeins leyfa mér að lýsa því yfir, að ég er ánægður með afgreiðslu á þeirri till., er ég snemma á þingi flutti og þessi till. að vissu leyti fjallar um.

Ég sé enga ástæðu að bæta neinu við það, sem hv. frsm. sagði, en votta hv. n. þakkir mínar fyrir, hvernig hún hefur tekið á málinu, og sé hilla undir, að ég tel með nokkuð öruggri vissu, að þetta þrifamál bæði minna kjósenda og margra annarra muni nú ekki bíða framkvæmdanna lengi. Menn skilja almennt, að hér er um stórt fjárhagslegt mál að ræða. Framkvæmdin kostar mikið, en hún mun sannarlega einnig spara mikið.

Ég læt þetta nægja og endurtek mitt þakklæti til hv. nefndar.