17.10.1958
Efri deild: 5. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í B-deild Alþingistíðinda. (34)

4. mál, bifreiðaskattur o. fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Í þessu frv. er lagt til að framlengja fyrir árið 1959 ákvæði, sem gilt hafa nú um sinn varðandi viðaukagjald af benzíni og álag á bifreiðaskatt og hjólbarða og gúmmíslöngur. Ég sé ekki ástæðu til að hafa aðra framsögu um þetta mál, en að greina frá því, að hér er um óbreytt ákvæði að ræða frá því, sem verið hefur, en legg til, að málinu verði vísað til hv. fjhn. að lokinni þessari umr.