21.04.1959
Sameinað þing: 42. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 714 í B-deild Alþingistíðinda. (410)

1. mál, fjárlög 1959

Eysteinn Jónsson:

Eins og hv. þingmönnum og hæstv. forseta er ljóst, þá eru óvenjulega margir þingmenn veikir og geta ekki mætt við þessa atkvgr. Ég hef minnzt á það við hæstv. forseta og hv. frsm. 1. minni hl. og hæstv. fjmrh., hvort þeir vildu ekki eiga hlut að því, að vegna þess, hversu margir eru veikir og eiga þess ekki kost að vera við atkvgr., þá yrðu teknar til baka a. m. k. stærstu tillögurnar um niðurskurð á fjárl., sem vitað er að ágreiningi valda. Ég leyfi mér hér með að ítreka þessa ósk eða endurnýja þessa ósk og beini henni sérstaklega til frsm. 1. minni hl. og hæstv. fjmrh., að þessi háttur verði á hafður og vona, að þeir geti á þetta fallizt. Þetta virðist vera mjög sanngjarnt og auðvelt að koma þessu þannig fyrir, að þessar till. verði teknar til baka til 3. umr.