05.02.1959
Neðri deild: 71. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1026 í B-deild Alþingistíðinda. (826)

35. mál, dýralæknar

Frsm. (Ásgeir Bjarnason):

Herra forseti. Eins og hv. þm. er kunnugt, var þetta mál hér til umr. í vetur og hefur hlotið sína afgreiðslu í hv. Ed., þar sem hafa orðið á því þær tvær breyt., að það er bætt við tveimur dýralæknisumdæmum, þ. e. Barðastrandarumdæmi og Vestur-Skaftafellsumdæmi, auk þeirrar breytingar, sem varð hér í Nd. í vetur, að það var bætt inn Austur-Skaftafellssýsluumdæmi.

Landbn. hefur athugað þessar 2 till. Ed., og þeir, sem mættir voru á fundi, eru því samþykkir, að frv. gangi fram, eins og það nú liggur fyrir.

Ég vil geta þess, að hv. þm. A-Húnv. var ekki mættur á fundinum, en aðrir nm. eru sammála um, að frv. nái fram að ganga, eins og það nú liggur fyrir.