12.02.1959
Efri deild: 68. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1029 í B-deild Alþingistíðinda. (831)

106. mál, lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Ég býst við, að hæstv. dómsmrh. sé færari um það að fræða hv. þm. Barð. um þessi atriði heldur en ég, því að ég skal alveg játa það, að ég hef ekki lögin í höfðinu svo, að ég geti svarað því með öruggri vissu, hvaða rétt hann kann að hafa. En ég hygg, að það sé þannig, hafi verið svo og sé enn, að þeir menn, sem láta af starfi, áður en þeir eru 65 ára gamlir, án þess að um heilsubrest sé að ræða eða önnur löggild forföll, hafi alls engan rétt annan, en þann að fá endurgreitt það, sem þeir hafa greitt í lífeyrissjóðinn. Ég hygg, að það sé þannig og hafi alltaf verið.