27.05.1960
Neðri deild: 89. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 2850 í B-deild Alþingistíðinda. (1068)

112. mál, útsvör

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég hefði kosið, að hæstv. fjmrh. væri við þessa umr., og vildi biðja forseta að athuga um það, hvort hann mundi ekki vera í húsinu. (Forseti: Það verður athugað, hvort ráðh. er í húsinu, og gerðar ráðstafanir til að láta hann vita. Hæstv. fjmrh. er ekki í þinghúsinu eins og stendur, en það verða gerðar ráðstafanir til að koma boðum til hans.) Er þá ekki hægt að fá meðferð málsins frestað, þar til hann kemur, og taka fyrir annað á meðan? Ég hefði kosið það. (Forseti: Hv. þm. er heimilt að fresta ræðu sinni, ef hann óskar.) Já, þá þigg ég það boð.