03.06.1960
Efri deild: 94. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3057 í B-deild Alþingistíðinda. (1203)

175. mál, Háskóli Íslands

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég vil aðeins láta í ljós sérstaka ánægju mína yfir afstöðu hv. 3. þm. Norðurl. v. (ÓlJ) til málsins, og vona ég að megi skoða hana einnig sem afstöðu háskólaráðs til þeirrar breyt., sem gerð var á frv. í hv. Nd. Vil ég með hliðsjón af þessu mega vænta þess, að frv. nái fram að ganga hér í þessari hv. d. með sem mestu fylgi. Með hliðsjón af þeim yfirlýsingum, sem ég áður hafði gefið um nauðsyn þessa embættis, vil ég aðeins endurtaka, að ég mun vinna að því, að fjárveiting til þess fáist á fjárlög sem fyrst.