14.03.1960
Sameinað þing: 22. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3645 í B-deild Alþingistíðinda. (1821)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Alfreð Gíslason bæjarfógeti):

Herra forseti. Með því að hv. 3. þm. Austf. víkur nú af þingi og hefur óskað þess í bréfi til hæstv. forseta, að varaþingmaður Sjálfstfl. í Austurlandskjördæmi, Einar Sigurðsson útgerðarmaður, taki sæti hans í fjarveru hans, hefur kjörbréfanefndin athugað kjörbréf varamannsins og ekkert fundið við það athugavert. N. leggur því einróma til, að kosning hans verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.