05.04.1960
Sameinað þing: 35. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3650 í B-deild Alþingistíðinda. (1842)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

Forseti (SÁ):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf, dags. í dag, frá hæstv. forseta Nd., sem hljóðar þannig:

„5. apríl 1960. — Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Garðari Halldórssyni, 4. þm. Norðurl. e.:

„Vegna veikinda mun ég ekki geta sótt fundi Alþingis á næstunni, og óska ég eftir með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að varamaður minn, Ingvar Gíslason lögfræðingur, Akureyri, taki á meðan sæti á alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.“

Það verður frestað fundi í nokkrar mínútur, meðan kjörbréfanefnd sameinaðs Alþingis rannsakar kjörbréfið. — [Fundarhlé.]