25.04.1960
Sameinað þing: 42. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3651 í B-deild Alþingistíðinda. (1847)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman á fund og athugað kjörbréf Daníels Ágústínussonar bæjarstjóra á Akranesi sem varaþm. Vesturl., kjörins af B-lista, en eftir því er óskað, að hann taki sæti á Alþ. í forföllum Halldórs E. Sigurðssonar, 3. þm. Vesturl., sem hverfur af þingi nú um skeið, svo sem lýst hefur verið hér. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf Daníels Ágústínussonar og hefur ekki fundið neitt athugavert við það né hans kosningu. Hún leggur því einróma til, að kosning Daníels Ágústínussonar verði tekin gild og kjörbréf hans samþykkt.