20.05.1960
Sameinað þing: 52. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3653 í B-deild Alþingistíðinda. (1853)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

Forseti (FS):

Frá forseta Nd. hefur borizt svofellt bréf:

„Reykjavík, 19. maí 1960. — Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Halldóri Ásgrímssyni, 2. þm. Austf.:

„Þar sem mér er nauðsynlegt vegna aðkallandi starfa heima fyrir að fara af þingi næstu vikur, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að varamaður minn, Björgvin Jónsson kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Jóhann Hafstein, forseti neðri deildar.“

Með bréfi þessu fylgir kjörbréf, gefið út af yfirkjörstjórn Austurlandskjördæmis til handa Björgvin Jónssyni kaupfélagsstjóra sem 1. varaþm. Framsfl. Hlé verður gert á fundinum í nokkrar mínútur, meðan kjörbréfanefnd heldur fund og rannsakar kjörbréfið, en aftur verður hringt til fundar, þegar hann hefst að nýju. — [Fundarhlé.]