19.02.1960
Efri deild: 25. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1083 í B-deild Alþingistíðinda. (2070)

48. mál, efnahagsmál

Jón Þorsteinsson:

Herra forseti. Svo sem ég hef gert grein fyrir við 1. umr., tel ég bannið við því að tengja allt kaupgjald við vísitölu ganga of langt. Hins vegar bannar 23. gr. ekki, að verkalýðsfélög bindi gildistíma samnings eða uppsagnarheimild við vísitölu. Tel ég því, að sé lagagrein þessi rétt skilin, standi hún ekki í vegi fyrir því, að verkalýðsfélög geti samið svo um, að kjarasamningar skuli sjálfkrafa ganga úr gildi eða sérstök uppsagnarheimild stofnast, ef vísitalan fer upp fyrir visst mark. Með þessum skilningi get ég sætt mig við og samþ. þessa grein og segi því já.