03.02.1960
Sameinað þing: 11. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í D-deild Alþingistíðinda. (3092)

901. mál, efnahagsmálaráðuneyti og iðnaðarmálaráðuneyti

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Út af þeim umr., sem hér hafa farið fram í sambandi við þá fsp., sem hér er á dagskrá, vil ég leyfa mér að benda hæstv. forseta á, að samkv. 31. gr. þingskapa á bls. 21 er alveg skýrt ákveðið, að engir þingmanna, aðrir en ráðherrar, megi tala oftar en tvisvar í hverju máli í sambandi við fyrirspurnir og ekki lengur en fimm mínútur í hvert skipti.

Ef hæstv. forseti hugsar sér að breyta þessari reglu, væri æskilegt, að hann léti bera fram frv. til l. um breyt. á þingsköpum. En við þm., sem verðum að lúta þessum fyrirmælum og teljum okkur skylt að gera það, munum ekki þola, að hér sé brugðið út af, og sízt af öllu þegar um er að ræða hreint áróðursmál fyrir stjórnarandstöðuna, eins og hér hefur komið fram. — Þetta þótti mér rétt að láta koma fram hér í umræðunum.