21.03.1960
Sameinað þing: 27. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1645 í B-deild Alþingistíðinda. (408)

42. mál, fjárlög 1960

Jón Árnason:

Herra forseti. Það var ekki ágreiningur í fjvn. um það, að Akraneshöfn hefði algera sérstöðu að þessu sinni vegna sinna miklu skuldbindinga í erlendum gjaldeyri, og okkur er það ljóst, að þessar 900 þús. kr., sem sagt er til af meiri hl. fjvn. að tekið verði upp að þessu sinni til Akraneshafnar, er engan veginn nóg til þess að mæta þeim miklu gjöldum, sem koma nú til að falla í skaut Akraneshafnar að þurfa að standa í skilum með. En mér er kunnugt um það, og ég hef rætt um það við hæstv. fjmrh. (GTh), að þetta mál er í sérstakri athugun, og í trausti þess, að það yrði lagt hér fram fyrir 3. umr., þannig að viðunandi megi teljast fyrir Akraneshöfn, þá segi ég nei.