23.03.1960
Neðri deild: 53. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1779 í B-deild Alþingistíðinda. (471)

65. mál, almannatryggingar

Forseti (JóhH):

Mér þykir mjög miður og bið hv. þm. velvirðingar á því, að sökum sérstakra ástæðna, þá verð ég víst að fresta umr. núna. Mér er ljóst að það er ekki ánægjulegt að þurfa að trufla hv. þm. í máli sínu, en ég vona, að það verði virt til vorkunnar. (HV: Ég hélt einmitt, að hæstv. stjórn hefði valið sér þennan fundartíma til þess að ræða þetta stóra mál, en við því hef ég ekki neitt að segja að gera hlé á mínu máli.) Ég þakka fyrir. En það var einmitt vegna þess, að hæstv. ríkisstj. gat ekki verið við umr., sem m.a. svo til tekst.. Þá verður þessari umr. frestað.