03.12.1959
Neðri deild: 9. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 127 í B-deild Alþingistíðinda. (80)

16. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði 1960

Forseti (BGr):

Ef leyft verður, þá hefst þessi umr., en það verður gerð úrslitatilraun til að verða við óskum hv. þm. nú þegar á eftir. Strax og séð er um árangur hennar, verður tekin ákvörðun um framhald fundarins. Það stendur til boða nú, eins og ávallt áður undir þessum umræðum, að vilji einstakir ræðumenn fresta ræðum sínum, þangað til ráðh. er við, þá er þeim frjálst að gera það. Munu aðrir, ef einhverjir eru á mælendaskrá, taka til máls. (LJós: En ef þeir fresta allir?) Það verður tekin ákvörðun um það, ef að því kemur. Þá þarf að leita afbrigða fyrir 2. máli á dagskránni.