19.05.1960
Neðri deild: 84. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 2496 í B-deild Alþingistíðinda. (830)

131. mál, innflutnings- og gjaldeyrismál o.fl.

Forseti (JóhH):

Fleiri hafa ekki kvatt sér hljóðs, og er þá þessari umræðu lokið. (EOl: Það var till, um að vísa frv, til fjhn., það þarf að bera hana upp, áður en umr. er lokið.) Samkvæmt 25. gr. þingskapa fara mál, sem koma frá deild til annarrar deildar, af sjálfu sér til nefndar, og það er gert ráð fyrir, að málin séu tekin fyrir í deildinni, eftir að þau hafa verið hjá nefnd. En sá praksís hefur skapazt og er mjög gamall hér, að mál, sem send eru á milli deilda, hafa ekki af nefndum sérstaklega verið tekin fyrir, þó að það sé opið hjá nefndum að gera það. Það getur auðvitað komið fram ósk um að vísa máli til nefndar, og það er ekki hægt að ganga fram hjá því, ef till. er um það. En ég held, að eins og aðstæður eru núna, sé ekki ástæða til að vísa málinu sérstaklega til nefndar, öðruvísi en deildin óski þess sjálf, einkum og sér í lagi vegna þess, að þær brtt., sem gerðar voru á þessu frv., eru alveg sérstaks eðlis og í raun og veru ekki við efni frv. sjálfs. Það er þess vegna skoðun forseta, að málið eigi af þeim sökum ekkert sérstakt erindi til nefndar. En það verður þá borið undir deildina, og umræðunni getur þar af leiðandi ekki verið lokið, fyrr en sú atkvgr. hefur farið fram.