20.03.1961
Neðri deild: 78. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1749 í B-deild Alþingistíðinda. (1693)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (BGr):

Borizt hafa þrjú bréf. Hið fyrsta hljóðar svo:

„Reykjavík, 17. marz 1961.

Vegna starfa heima fyrir í skattanefnd mun ég ekki geta sinnt þingstörfum næstu vikur. Óska ég því þess, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að varamaður taki sæti mitt á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Ágúst Þorvaldsson.

Til forseta neðri deildar.“

Varamaður hans er Helgi Bergs. — Annað bréf hljóðar svo:

„Reykjavík, 19. marz 1961.

Vegna embættisanna heima fyrir mun ég ekki geta sótt fundi Alþingis næstu vikur. Óska ég því þess, með skírskotun til 138. gr. laga. um kosningar til Alþingis, að varamaður taki sæti mitt á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Gunnar Gíslason.“

Varamaður hans er Jón Pálmason. — Þriðja bréfið hljóðar svo:

„Reykjavík, 17. marz 2961.

Þar sem ég verð fjarverandi næstu vikur, leyfi ég mér að óska þess, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að varamaður taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Jóhann Hafstein.“

Varamaður hans er Davíð Ólafsson.

Þessir varamenn hafa allir undirritað eiðstaf áður, og býð ég þá velkomna til þingstarfa.