16.12.1960
Efri deild: 40. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 78 í B-deild Alþingistíðinda. (172)

78. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað frv. um veitingu ríkisborgararéttar, sem er á þskj. 216. N. varð sammála um að mæla með því, að frv. þetta yrði samþ. Um breyt. þær, sem gerðar voru á þessu frv. í Nd., er þess að geta, að um þær var fjallað af 4 þm., 2 kjörnum úr allshn. hvorrar deildar fyrir sig. og auk þess starfaði skrifstofustjóri Alþingis með nefndinni.

Það hafa á undanförnum árum skapazt alveg fastar reglur hér á Alþ. um það, hvernig ríkisborgararéttur skuli veittur eða hvaða skilyrði þurfi að uppfylla. Við athugun þessara fjórmenninga kom það í ljós, að allir þessir 10 umsækjendur ríkisborgararéttar, sem voru á upphaflega frv., fullnægðu þessum skilyrðum. Enn fremur bárust allmargar umsóknir, og af þeim uppfylltu 14 umsækjenda skilyrðin, og það eru Þeir 14 menn, sem teknir eru í brtt., sem samþ. voru við frv. í Nd., þannig að þær breyt., sem þar voru gerðar, voru þess vegna raunverulega í samráði við allshn. beggja þd.

N. leggur sem sagt til einróma, að frv. verði samþ. óbreytt.