31.01.1961
Neðri deild: 53. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í C-deild Alþingistíðinda. (2094)

165. mál, kirkjubyggingasjóður

Frsm. (Birgir Kjaran):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir á þskj. 289, ber fyrirsögnina frv. til laga um breyt. á l. nr. 43 14. apríl 1954, um Kirkjubyggingasjóð. Frv. þetta er flutt af fjhn. hv. d. samkv. beiðni kirkjumrh. Meginefni frv. er, að gert er ráð fyrir, að, fé það, sem ríkissjóður leggur árlega í Kirkjubyggingasjóð, skuli um næstu 20 ár verða 1 millj. kr. á ári. Áður nam upphæð þessi um 500 þús. kr., en á árinu 1960 voru útgjöld þessi hækkuð upp í 800 þús. kr. Eins og ég gat um, er frv. flutt samkv. beiðni kirkjumrh., og telja nm. sig allir hafa óbundnar hendur um afgreiðslu málsins og áskilja sér rétt til að flytja brtt. eða fylgja brtt. Það er tillaga mín, að máli þessu verði vísað til 2. umr.