17.02.1961
Neðri deild: 65. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 573 í C-deild Alþingistíðinda. (2146)

189. mál, sala eyðijarðanna Hellu og Helludals í Breiðuvíkurhreppi

Flm. (Sigurður Ágústsson):

Herra forseti. 9 þskj. 364 hef ég leyft mér að bera fram frv. til laga um heimild fyrir hæstv. ríkisstj. að selja eyðijarðirnar Hellu og Helludal í Breiðuvíkurhreppi. 1. gr. frv. hljóðar þannig:

„Ríkisstjórninni er heimilt að selja Breiðuvíkurhreppi í Snæfellsnessýslu eyðijarðirnar Hellu og Helludal fyrir verð, sem dómkvaddir menn meta eða um semst.“

Frv. er flutt að beiðni hreppsnefndar Breiðuvíkurhrepps. Í grg. með frv. er vitnað í bréf oddvita hreppsins, þar sem hann fyrir hönd hreppsnefndarinnar óskar þess, að ég komi málinu á framfæri hér á hinu háa Alþingi. Breiðvíkinga vantar tilfinnanlega sumarland fyrir sauðfé, en þessar eyðijarðir munu hafa verið á leigu hjá mönnum í öðrum hreppum, og geta Breiðvíkingar að sjálfsögðu illa unað því, og vilja þeir, að flutt sé frv. um það, að þeir fái kauparétt á jörðunum, svo að þeir geti hagnýtt sér landið sjálfir.

Ég tel óþarft að fara mörgum orðum um frv., en vil biðja hæstv. forseta að lokinni þessari umr. að vísa því til hv. landbn. og til 2. umr.