21.03.1961
Neðri deild: 79. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 573 í C-deild Alþingistíðinda. (2149)

189. mál, sala eyðijarðanna Hellu og Helludals í Breiðuvíkurhreppi

Jón Pálmason:

Herra forseti. Landbn. hefur haft þetta mál til athugunar og mælir einróma með því, að það verði samþykkt eins og það liggur fyrir. N. hefur fengið umsagnir og meðmæli frá landnámsstjóra og jarðeignadeild ríkisins. Hér er um að ræða tvær eyðijarðir vestur í Breiðuvíkurhreppi, sem sveitarstjórnin þar óskar eftir að fá keyptar. Telur landbn. sjálfsagt að verða við þeim óskum og mælir með því, að frv. nái fram að ganga.