27.03.1961
Sameinað þing: 56. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 540 í D-deild Alþingistíðinda. (2562)

57. mál, slys við akstur dráttarvéla

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins, um leið og ég tek undir þessa þáltill., beina því til hæstv. ríkisstj., sem fær þetta mál til athugunar, hvort ekki muni þörf á í sambandi við þessi tíðu slys, ekki sízt sem orðið hafa á unglingum, að endurskoða umferðarlögin. Um árið, þegar þau voru samþykkt hér, var það mikið rætt hér á Alþingi, hvort ekki bæri að banna unglingum innan 12 ára að fást við akstur dráttarvéla, og var þá fellt. Ég er hræddur um, að það þurfi alvarlega að taka þessi mál til meðferðar í sambandi við þessi voðalegu slys. sem alltaf eru að verða.