09.11.1960
Sameinað þing: 12. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 871 í D-deild Alþingistíðinda. (2829)

87. mál, styrkir til landbúnaðarins

Jónas Pétursson:

Herra forseti. Eins og hv. þm. er kunnugt, hef ég ásamt öðrum alþingismanni flutt sérstaka þáltill. á þskj. 100, sem var nú á þessum fundi ákveðið að taka til einnar umr. á næstunni. Ég mun þess vegna ekki fara neitt verulega út í þetta mál hér, þar sem ég mun koma inn á einmitt þau atriði, sem hér eru helzt til umr., þegar ég mæli fyrir þeirri till. Ég vildi aðeins láta þetta koma fram hér, úr því að þessi till. kom til umr. nú. Eitt vil ég þó aðeins minna á, sem kom fram í ræðu hv. flm. Hann sagði, að flm. teldi ekki, að með flutningi þessarar þáltill. væri um árás á bændastéttina að ræða. Mér liggur nú við að segja: Mikið var. En hvernig sem menn líta á það, þá er þess ekki að dyljast, að allmargir munu þeir vera, sem virðist ekki rétt að staðið með þessari till., því, sem þó kannske virðist eiga að liggja til grundvallar henni. En sem sagt, ég vil ekki á þessu stigi ræða þetta neitt að ráði, vegna þess að ég mun taka þetta betur til umr., þegar till. okkar 10. landsk. þm. (BGuðm) kemur hér fram.

En mig langar aðeins til að minnast á eitt atriði enn, sem einnig kom fram í ræðu hv. flm. Hann gat að vísu réttilega um, að það gæti verið álitamál hvort sú brtt., sem hefur verið lögð hér fram, geti skoðazt sem brtt., en verði ekki að skoðast sem sérstök sjálfstæð till. Úr því mun væntanlega sú n. skera, sem fjallar um þetta mál En þau ummæli lét hv. flm, falla, að hann vildi skjóta þar inn í án þess að þurfa sérstaka meðgjöf með þeim hluta af landbúnaðarvöru, sem fluttur er út. — Þessi ummæli gefa mér tilefni til að fars nokkrum orðum um þetta atriði. Og ég vil sérstaklega skýra það, hvernig ég lít á ákvæði, sem nú er í lögum um framleiðsluráð, einmitt af þessu sérstaka tilefni.

Ég vildi vona, að hvaða skoðanir sem menn annars hafa á landbúnaðinum, þá sé það flestra álit, að það sé æskilegt, að hann fullnægi neyzluþörf þjóðarinnar sjálfrar á landbúnaðarvörum. Margir hafa að vísu þær hugmyndir, að hlutverk landbúnaðarins sé nú meira, hann geti einnig verið hlutgengur sem útflutningsatvinnuvegur. En við skulum sleppa því í þessu sambandi. Ég vil aðeins benda á það, að mér finnst það augljós rök fyrir þessu ákvæði í núgildandi framleiðsluráðslögum, einmitt þetta sjónarmið, að landbúnaðurinn eigi á öllum tímum að fullnægja neyzluþörf þjóðarinnar sjálfrar. Við vitum það ósköp vel. að veðrátta, árferði er misjafnt í þessu landi, og það ætti ekki að þurfa að rifja það upp. Það er svo skammt síðan tíðarfarið hefur leikið landbúnaðinn þannig, að það hefur stórkostlega dregið úr framleiðslu landbúaaðarvörunnar og sérstaklega mjólkurinnar. Þess vegna er það alveg augljóst mál, að ef á að vera hægt yfirleitt að fullnægja neyzlaþörfinni, þá verður umframframleiðsla. að vera nokkur, og það er nauðsynlegt, að hún sé. þegar vel árar. En mér finnst einmitt, að af því leiði, að það sé ekki kannske einasta skylda, ríkisvaldsins að sjá þá um, að á þessari umframframleiðslu verði ekki halli, en það er þó a.m.k. mjög mikil hagsýni að gera það, vegna þess að einmitt í þessu ákvæði felst veruleg trygging fyrir því, að til vöntunar á landbúnaðarvöru þurfi síður að koma, þegar árferðið leikur landbúnaðinn illa. Ég tel þess vegna, að hvort heldur litið er á þetta frá sjónarmiði þeirra, sem landbúnaðarframleiðsluna stunda, eða þeirra, sem eiga að neyta vörunnar, þá sé þetta eðlilegt og skynsamlegt ákvæði. Ég vildi láta þetta koma fram hér, af því að mér fannst gefast alveg sérstaklega hentugt tilefni til þess.

Ég vil aðeins segja það svo að lokum, að hún vakti mér nokkra furðu, þessi till. hv. flm., þegar ég sá hana lagða á borðið fyrir framan mig, og eins og fram kemur í grg. okkar 10. landsk. þm. (BGuðm) fyrir þeirri till., sem við höfum lagt fram á þskj. 100, þá leysir hún á engan hátt það, sem þó kannske mætti segja að væri tilgangur hennar. Mér þykir rétt, að þetta komi fram hér við þessa umr., en að öðru leyti mun ég geyma mér að ræða þetta mál þangað til mín tillaga kemur á dagskrá.