29.03.1961
Sameinað þing: 61. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 885 í D-deild Alþingistíðinda. (2845)

91. mál, hlutdeild atvinnugreina í þjóðarframleiðslunni

Frsm. meiri hl. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Fjvn. hefur lagt til í nál. á þskj. 600, að till. þessi yrði samþ. með nokkurri breytingu, sem þar greinir. Er sú breyting gerð fyrst og dremst með hliðsjón af till., sem flutt var á þskj. 96 af hv. 9, landsk. þm., og telst því þessi afgreiðsla á þessari till. jafnframt afgreiðsla á þeirri till. Ég sé ekki ástæðu til þess að orðlengja frekar um málið. Það var skýrt í upphafi, hver hugsun lægi að baki þessari till. Það skal að vísu tekið fram, að það kann að vera, að það leiki nokkur vafi á því, og hefur það komið fram í viðræðum við hagstofustjóra, að hve miklu leyti auðið er að framkvæma þá rannsókn, sem hér greinir. En það fer ekki á milli mála, að það sé æskilegt, að svo miklu leyti sem það er hægt, og því er mælt með því, að till. verði samþ. með þeirri breytingu, sem ég áðan gat um og er á þskj. 600.