27.01.1961
Neðri deild: 51. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1001 í D-deild Alþingistíðinda. (3017)

151. mál, fjárreiður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, skipun nefndar skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég hef nú hlustað hér á framsöguræðu hv. flm. um Till þá, sem hér er til umr. á þskj. 268, og einnig á svör hv. 3. þm. Austf. (EinS), sem er einn af stjórnendum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Hv. þm. tók aðeins á málinu frá viðskiptalegu sjónarmiði, og mér sýndist, að eftir hans ræðu sé raunverulega fullsvarað 1., 2. og 3. lið í þáltill. sem ætlazt er til að rannsakað sé. Hins vegar hefði verið æskilegt, úr því að farið var að ræða þessi mál hér á annað borð, að einnig hefðu komið svör við 4., 5. og 6. liðunum, en ég varð ekki var við, að þeim liðum væri svarað út af fyrir sig. En það er ekki vegna þess, að ég taldi mér rétt að taka hér til máls, heldur vegna hins, að hv. þm. kom ekkert inn á hina pólitísku hlið á þessu máli, en það er ekki minna atriði í málinu en hin viðskiptalega hlið, sem hann aðeins svaraði og þó ekki að öllu leyti.

Ég vil þá fyrst leyfa mér að spyrja hv. flm.: Hvers vegna er þessi rannsókn miðuð eingöngu við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna? Hvers vegna, ef hún á að vera hlutlaus og alþýðunni á Íslandi, sjómönnum. verkamönnum og bændum til gagns, hvers vegna er þá ekki einnig látið sama ganga yfir Samband íslenzkra samvinnufélaga? Ég vil benda á hér, að Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur m.a. útflutning á fiski fyrir frystihúsin, að vísu í smærri stíl en Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en þá allstórum stíl. Er það af því, að hv. flm. telji, að þau kjör, sem þeir menn fá, sem við það skipta séu svo miklu betri, að ekki hefði verið ástæða til þess að tengja þessa rannsókn við bæði útflutningsfyrirtækin? Ég er ekki með þessu að deila neitt á samvinnufélögin, nema síður sé. En ég vil gjarnan fá upplýsingar um það, hvers vegna þetta er ekki gert, ef það er gert í þeim einum tilgangi að fá upplýst, hvort hægt sé að fá betra verð fyrir okkar útflutningsvörur en gert er með þessu fyrirkomulagi, sem er hjá S.H.

Mér finnst einnig, að það sé mjög sambærilegt um það fé, sem tekið er út úr þessu fyrirtæki til þess að stofna skipafélagið Jökla, eins og Samband íslenzkra samvinnufélaga tekur úr sínu stóra fyrirtæki til þess að setja upp skipadeild Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Er það ekki nokkurn veginn hliðstætt, að þeir taka fé, sjálfsagt með fullu samþykki þeirra aðila, sem eiga Sambandið, sem eru að langmestu leyti bændur landsins? Mér finnst a.m.k. eðlilegt, að um það fáist upplýsingar, á hvern hátt það er framkvæmt, hvort það er t.d. gert á sama hátt og hjá S.H.

Nákvæmlega sama er með tryggingarfélögin. Hafa ekki samvinnufélögin einnig stofnað sérstaka tryggingardeild, Samvinnutryggingar? Það er sjáfur en svo, að ég sé að harma það. En mér finnst, að hér hafi verið farið alveg eins að af Sambandinu með fé félagsmanna.

Og þegar hv. flm. bendir á, að menn gætu, ef þeir væru óánægðir í kaupfélögunum, farið úr þessum samtökum og myndað sín sérstöku samtök þykir mér rétt að spyrja, hvernig færi þá um skipti á þeim eignum, sem þessir aðilar eiga í S.Í.S. Þessar eignir hafa myndazt við útflutning sjávarafurða af Sölumiðstöð hraðfrystinúsanna annars vegar og við útflutning sjávarafurða og landbúnaðarafurða af Sambandi íslenzkra samvinnufélaga hins vegar, auk þess sem hvor um sig hefur mjög mikinn innflutning til landsmanna. Ég er ekki að óska eftir, að það verði látin fara fram nein sérstök athugun á starfsemi Sambands íslenzkra samvinnufélaga, nema síður sé. En ég segi: ef á að fara fram sérstök rannsókn, eins og hér er gert ráð fyrir, á S.H., þá sé ég ekki, hvernig hægt er yfirleitt að láta ekki fara fram sams konar rannsókn á nákvæmlega sama hátt á hliðstæðu fyrirtæki í landinu, fyrirtæki, sem hefur enn viðtækari áhrif á afkomu landsmanna en Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur enn sem komið er.

Er þetta gert vísvitandi af hv. flm., að haga till þannig, að aðeins annað fyrirtækið verði rannsakað, eða er þetta gert af pólitískri samvinnu og pólitískri ást á Framsfl., sem ræður yfir Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, að vilja ekki á þennan hátt styggja þeirra forustumenn, af því að hann hafði hugmynd um, að það gæti spillt eitthvað fyrir því, að það yrði komið aftur á vinstri stjórn í landinu? Það væri fróðlegt að fá þetta upplýst.

En þá þykir mér hv. flm. ganga heldur langt í baráttu fyrir vinstri stjórn, ef hann gerir sig að talsmanni fyrir því að rannsaka einn aðila af þeim ásteeðum, en sleppa öðrum, sem þó hefur engu minni skyldur við þjóðfélagið. En sé svo, verður hinn pólitíski blær of augljós á till. Skal ég koma nokkru nánar að því.

Hvað snertir þá þörf að rannsaka þessi mál bæði hjá S.H. og Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, er vitanlega allmjög undir því komið, hvort menn trúa þeim opinberu gögnum, sem þessir aðilar báðir senda til aðalfunda og til viðskiptamanna, eða ekki. Er þessi till vantraust á stjórn S.H. um að senda nægileg og rétt gögn til þeirra aðila, sem þeir skipta við, einnig til þeirra aðila, sem þeir eru umboðsmenn fyrir, þ.e. til útgerðarmanna? Liggur það á bak víð hjá hv. flm. að væna stjórn S.H. um misfellur á því sviði? Ef ekki, getur hv. flm. notfært sér þær upplýsingar, sem hér hafa verið gefnar, fengið enn frekarí upplýsingar um þetta mál. m.a. hjá Skattstofunni, sem hefur sjálfsagt alla reikninga Sölumiðstöðvarinnar, hjá bönkunum og ýmsum öðrum aðilum og sjálfsagt einnig hjá þeim aðilum, sem eru meðlimir í Sölumiðstöðinni og sjálfsagt eru ekki að öllu samþykkir eða ánægðir með þeirra viðskipti. frekar enn menn eru yfirleitt samþykkir öllu því. sem gert er í félagsskap, fremur en í þjóðfélaginu sjálfu. En það er þá fyrst, ef það kæmi í ljós við þá athugun, að þessi gögn eru byggð á fölskum tölum, að ástæða væri til þess að setja þetta í þá rannsókn, sem hér um ræðir, til þess að draga fram það, sem undan er dregið og menn vita ekki um, sem væri kannske til stórkostlegs tjóns, ekki aðeins fyrir þjóðfélagið í heild, heldur fyrir viðskiptamenn, sem skipta við fyrirtækið. Og ég vildi nú gjarnan heyra það hjá hv. flm., þegar hann talar næst, hvort þar liggur á bak við ásökun um það, að Sölumiðstöðin og stjórn hennar hafi látið frá sér fara ranga reikninga og rangar skýrslur bæði til Skattstofunnar, til bankanna og til sinna viðskiptamanna. Og ef það er álit hv. flm., þá er náttúrlega nauðsynlegt að láta þá rannsókn fara fram, sem tillagan fjallar um. Sé það hins vegar ekki hans skoðun og hann liti svo á, að þetta. komi allt saman fram við árlegt uppgjör, bæði í reikningum og á aðalfundum, þá skil ég ekki annað en hann geti fengið aðgang að þessum skjölum til þess að sannfæra sig um það sjálfur og fá enn fyllri svör og upplýsingar við þessu en hann hefur fengið hér nú í ræðu hv. þm., sem hér talaði síðast. Ef það skyldi svo vera, að hitt lægi á bak við, að hann teldi, að hér kæmu ekki öll kurl til grafar, gæti það þá ekki skeð hjá einhverjum öðrum fyrirtækjum? Gæti sú synd þá ekki einnig hafa hent annað stórt fyrirtæki, eins og Samband ísl. samvinnufélaga, sem ég þó vil taka fram. að ég síður en svo væni um að gefa nokkurn hlut ranglega upp í þessu sambandi.

Ég skal þá snúa mér að hinum þættinum, sem er svo augljós í málflutningi hv. flm., og það er hinn pólitíski áróður. Það var það, sem kom skýrt fram, að hér er hafinn pólitískur áróður fyrir víðtækari viðskiptum við ákveðin ríki. Og hann er nú einu sinni þannig settur hér, hv. 3. þm. Reykv., að hann virðist alls ekki geta tekið hér til máls í nokkru máli nema koma þessu við, og það gengur svo langt, að ég held, — að það sé vafasamt. hvort hv. forseti á ekki að stöðva sumt af þeim orðaflaumi, sem fluttur er hér dag eftir dag til áróðurs fyrir Sovétríkin.

Ég skal m.a. benda hér á, hversu frámunalega staðhæfingu þessi hv. þm. hafði hér um eitt atriði áðan. Hann sagði: Þegar verkalýðshreyfingin bauð upp á dísilvélatogara, sögðu útgerðarmenn nei og kusu sér kolatogara. — Ég vil spyrja: Hvenær hefur þetta skeð? Ég veit ekki til þess, að verkalýðshreyfingin á Íslandi hafa nokkru sinni boðið neinum mönnum upp á togara, hvorki dísiltogara né aðra. Og ef þeir hafa haft fullt af dísiltogurum, sem þeir gátu boðið, hvers vegna gerðu þeir þá ekki út? Þegar þingmenn, sem eiga að bera ábyrgð á orðum sínum, eru að koma með svona slúður hér í Alþingi og tefja tíma hv. þm. og hæstv. forseta með því að hlusta á það dag eftir dag, er rétt að minna á, að svona eiga þm. ekki að starfa.

Nú get ég upplýst hv. flm. um það, að þegar rætt var um að endurnýja togaraflotann, voru öllum togaraútgerðarmönnum og skipstjórum þeirra send bréf, þar sem óskað var eftír tillögum þeirra í þessu málí. Enn fremur var sett nefnd til þess að rannsaka og gera tillögur um bygginguna. Og ég veit ekki betur en a.m.k. sumir af þeim mönnum, sem standa framarlega í verkalýðshreyfingunni, settu einnig sinn þátt í umræðum um það mál. Ég var í þeirri nefnd sjálfur og varð ekkert sérstaklega var við það, að það kæmi frá verkalýðshreyfingunni krafa um að byggja dísiltogara á þeim tíma, þegar samið var um að byggja 32 togara. Ég varð hins vegar var við það, sem var það raunverulega í málinu, að það var einn af útgerðarmönnunum, sem krafðist þess, að byggður yrði einn dísiltogari, og það var hæstv. ríkisstjórn, sem þá samþykkti það að byggja ekki einn, heldur tvo til reynslu, þrátt fyrir það þó að þá væri ekki fengin mikil reynsla fyrir dísiltogurum almennt. Sú tilraun opnaði augu manna fyrir því, að það væri rétt að fara inn á rekstur og byggingu dísiltogara, en ekki kolatogara. Hins vegar var enginn kolatogari byggður þá og hefur ekki verið byggður síðan, svo að þetta ruglast nú eitthvað hjá hv. flm., nema því aðeins að þessi tilbað frá verkalýðshreyfingunni hafa komið einhvern tíma fyrir þann tíma. Hún hefur e.t.v. boðið þessa ágætu dísiltogara fyrir stríð, því að ekki var hægt að fá neina dísiltogara byggða á stríðstímunum.

Og svo sagði hv. þm.: Verkalýðshreyfingin hefur hjálpað þeim, þ.e.a.s. S.H. og útgerðarmönnum, að fá framleiðslutækin. — Hún hefði boðið þeim ódýr og löng lán, sem hefðu ekki verið þegin. Á hv. þm. ekki við það, að boðizt hafa lán frá Rússlandi? (Gripið fram í.) Ekki það, en hvaðan eru þá þessi ódýru lán? Hvaðan eru þær? Hví hefðu Íslendingar ekki viljað taka þessi ódýru lán, ef þau hefðu verið til boða? Hvers vegna ekki? (Gripið fram í.) Stofnlánadeildarlánin? Var það verkalýðshreyfingin, sem bauð þau? Ég held, að stofnlánadeildin ætti að hlaupa til og taka þessi lán með ódýrum vöxtum, ef þau eru fáanleg. Ég á ákaflega erfitt með að trúa því, að útgerðarmenn slái hendinni á móti því.

Hann sagði enn fremur: Hún (þ.e. verkalýðshreyfingin) hefur skapað og viðhaldið, nýjum, öruggum mörkuðum. — Hvaða markaðir eru það, sem hún hefur skapað og viðhaldið, sem eru svona öruggir og góðir? Eru það markaðslöndin fyrir austan járntjaldið? Ætli það séu ekki þau, sem hv. ym. var að tala um áðan og vita S.H. fyrir, að þangað hefði ekki framkvæmdastjóri S.H. fengizt til að koma? Og væri það eitthvað annað en hinn ágæti hv. þm. Framsfl., Sigurvin Einarsson, hv. 4. þm. Vestf., sem fór þangað og hefur sjálfsagt gert þar mikið og gott starf fyrir útveginn og landbúnaðinn?

Ég veit ekki, hvað hv. þm. á við með þessu annað en að hefja áróður fyrir Rússland. Er sem hann sé embættismaður fyrir það ríki með fullum launum til þess að halda uppi áróðri fyrir það árum saman hér á Alþingi. öðruvísi verður ekki skilinn þessi sífelldi, takmarkalausi áróður fyrir sovézkum eða rússneskum áhrífum hér á þessu landi. Var mað kannske hjálp til útgerðarmannanna eða til S.H., allsherjarverkfallið 1955, og var það ekki verkalýðshreyfingin, sem rétti þá hjálp að útgerðarmönnum? Eða er það hjálp frá þeim hluta verkalýðshreyfingarinnar, sem stendur fyrir því að reyna að stöðva flotann, svo að hann geti ekki fiskað í frystihúsin? Eru þetta löngu lánin með góðu kjörunum, sem verkalýðshreyfingin á Íslandi bjóði undir forustu þessa ágæta manns og sessunautar hans, sem situr við hliðina á honum og er að rétta út höndina? Það er ekki furða, þó að þeir fárist yfir því, að S.H. skuli ekki gleypa við slíkri aðstoð.

Hv. þm. hélt því fram hér áðan, að það væru beztu viðskiptin og hagkvæmustu, sem þeir hefðu fengið við Rússland í sambandi við sölu og útflutning á fiski. Ætlar nú hv. flm. að telja okkur trú um það, að svo margir fávitar og vesalingar séu saman komnir í þessu félagi, þ.e. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, að þeir láti árum saman kúga sig til þess að nota ekki þennan markað, sem þeir fengju mest upp úr að dómi hv. flm., ár eftir ár, þar sem eir eiga að geta fengið gullið í lófana strax, eins og hann sagði hér, en láti hins vegar kúga sig til þess að nota allt annan markað, þar sem þeir geta ekki selt sína vöru fyrr en eftir allmarga mánuði og vera síðan að bíða eftir uppgjöri? Getur hann talið nokkrum manni trú um það, að svo margir vesalingar finnist hér á Íslandi, að þeir láti kúga sig þannig, eins og hér ætti að vera, ef petta væri rétt? Ég held, að þeir verði vandfundnir, jafnvel innan verkalýðshreyfingarinnar, sem þó þessi hv. þm. er langkunnugastur. Ég fullyrði, að meðal útgerðarmanna og sjómanna, sem sjálfir gera út og vinna að þessum störfum, finnist ekki slíkur hópur, að þeir létu kúga sig þannig árum saman. Nei, sannleikurinn er sá, að það er verið að selja fiskinn til Rússlands, af því að sá markaður hefur hjálpað mikið til að létta á öðrum mörkuðum. Það er síður en svo, að það hafa verið hagkvæmustu viðskiptin, hvorki fyrir útgerðarmenn né sjómenn, og sízt af öllu fyrir landið í heild.

Hv. 3. þm. Austf., sem hér talaði áðan, gaf upplýsingar um það tölulega, að fyrir fiskinn, sem væri seldur til Rússlands, væri gefið sem svaraði rúmlega 12 á móti rúmlega 16 til Bandaríkjanna. Þessar tölur segja. að vísu ekki neitt, nema því aðeins að það liggi fyrir miklu meiri upplýsingar um málið. Það kann að vera svo miklu ódýrara að framleiða vöruna á rússneska markaðinn, að það gæti verið hagur, þótt það fengist ekki meira fyrir hana. Um það skal ég ekkert segja. Ég er ekki svo kunnugur þeim málum. En hitt veit ég, að ef það fengist jafnmikið verð fyrir hvorn fiskinn fyrir sig, sem fluttur er til Rússlands, og þann, sem fluttur er til Ameríku, þá þyrfti að taka fleira til athugunar. Ef viðskiptin við Rússland kosta það að binda sjálfstæði Íslendinga meira en gert hefur verið og falla meira inn á rússneska stórpólitík, styðja meira alheimspólitík og alheimsyfirráð þau, sem Rússar vilja ná alls staðar, þá væri dýru verði keypt að halda þeim markaði. Ég get alveg fullvissað hv. flm. um það, að hann er enginn maður til að bera ábyrgð á þeim afleiðingum, sem af áróðri hans hlytist á landi hér, ef ætlanir hans næðu fram að ganga, sem hann ætlast til að verði hér og hann heldur áróðri uppi fyrir. Nei, hann væri enginn maður til þess að bera ábyrgð á þeim afleiðingum, sem af því hlytust. Hann þarf ekkert annað en að sjá, hvernig hefur veríð farið með þau lönd, sem Sovétríkin hafa náð tangarhaldi á, bæði Ungverjaland og önnur, á undanförnum árum. Hyggur hann, að það yrði nokkuð mildari tökum tekið hér á okkur heldur en hefur verið gert á þeim löndum? Hann væri engan veginn ábyrgðarmaður fyrir þeim afleiðingum og engan veginn fær um að bæta það böl sem félli yfir þessa þjóð, ef meiri hluti landsmanna og Alþingis félli á hans skoðanir í þessum málum.

Þá skulum við einnig taka hina hliðina, sem er ekki lítils virði: Hvernig hefur gengið að greiða þann fisk eða þær vörur, sem við höfum selt til Rússlands? Hv. flm. sagði, að það hefði verið lagt gullið í lófa útflytjenda strax við afhendingu. Mér er vel kunnugt um, að fiskurinn hefur verið greiddur með vöru, sem hefur veríð þvinguð inn á Íslendinga og enginn maður hefur viljað kaupa, ef hann hefði verið frjáls um að kaupa hana annars staðar frá. Mér er mjög vel kunnugt um það, að t.d. nú eru þvingaðir hér inn um 350 rússneskir bílar, sem fólk vill ekki kaupa á frjálsum markaði og hæstv. ríkisstj. hefur orðið að lækka allverulega tollana á, meira en á öðrum bílum sem innfluttir eru, svo að það væri hægt að halda uppi viðskiptunum við Rússland, sem þessi hv. þm. er að lofa hér svo mjög. Það er m.ö.o. tekið hér með annarri hendi það, sem gefið er með hinni, og þegar viðskiptin eru þannig, að þau kosta miklu meira raunverulega, þá eru það ekki beztu viðskiptin, sem landinu bjóðast. En þessu vildi sjálfsagt hv. þm. alveg leyna.

Við skulum þá ósköp lítið fara inn á það, hver er hagur Íslendinga að semja um þessa 12 tappatogara, sem vinstri stjórnin samdi um fyrir austan tjaldið. Hvernig hafa þeir reynzt? Hvernig var gengið frá þeim málum öllum? Hefur það ævintýri ekki kostað íslenzka sjómenn allmikla peninga, sem einhver verður að greiða? Mér er nokkuð kunnugt um öll þau mistök, sem þar hafa átt sér stað, m.a. þau, að þessi skip er ekki hægt að láta standa á réttum kili nema setja í þau upp undir 70 tonn af sementi, — skip, sem eiga að bera 250 tonn. Það eru tekin og látin 70 tonn í botninn af sementi. sem verður að flytja fram og til baka. Það er kannske ágætt, af því að það kemur austan frá. En það væri áreiðanlega ekki lofað, ef það kæmi frá vestrænum skipasmiðastöðvum, að gera slíkar vitleysur, sem kosta þjóðina eða eigendurna óhemju peninga. Það er þó ekki talið margt annað, sem þar hefur verið á ferðinni. Nei, það er eins hér og oftar, að endinn skal í upphafa skoða. Það þarf að líta á meira en rétt eina hlið á hverju máli, ef á að tryggja sig fyrir öllum áföllum.

Mér barst hér skjal sem hv. 3. þm. Austf., sem síðast talaði, sagðist hafa af vangá ekki lesið upp og bað mig að skýra frá hér það stendur hér: „Eina lánið, sem S.H. hefur frá bönkum landsins, er 6 millj. kr. yfirdráttattheimild hjá Landsbanka Íslands vegna umbúðabirgða, sem fengin var á fyrstu árum fyrirtækisins og hefur staðið óbreytt síðan. Þessi yfirdráttur nam í árslok 1960 kr. 5345440.82. Um lán bankanna til einstakra félaga í Vinnuveitendasambandi Íslands er ekki á mínu valdi að skýra frá.“

Ég er í engum tengslum við S.H., hvorki viðskiptalegum né öðrum. Ég hef engin viðskipti við þá, á ekkert hjá þeim, og þeir skulda mér ekki neitt, svo að það er ekki þess vegna, sem ég taldi mér rétt að segja hér nokkur orð, heldur vegna hins, að þessi till hefur þann blæ. að hún er fyrst og fremst borin fram sem pólitískur áróður fyrir yfirráðum annarra þjóða, eins og langflest mál eru borin fram hér á hv. Alþ, af þessum hv. þingmanni, og langflest orð hans. sem falla hér eru meira og minna lituð af því. Auk þess fannst mér eðlilegt og finnst enn, að ef á að fara fram rannsókn á þessum málum almennt, — og það skal ég á þessu stigi málsins ekkert segja um, hvort ég er með eða móti, — þá sé eðlilegt að gera þessa rannsókn miklu víðtækari en gert er í þessari till. Ég sé enga ástæðu til að undanskilja þá hliðstætt fyrirtæki, Samband ísl. samvinnufélaga, sem hefur með höndum sams konar og enn víðtækari viðskipti, nema því aðeins, — og það vil ég taka fram, — nema því aðeins að þetta sé beinlínis gert vegna þess, að fullur grunur sé á því, að hér sé viðhaft eitthvert athæfi í viðskiptum, sem sé á móti lögum landsins. Þá getur vel komið til greina að rannsaka annað fyrirtækið, en sleppa hinu. En það hefur ekki komið fram, hvorki í sjálfri grg. né hjá hv. þm. í hans ræðu. Sé það ekki, þá er að sjálfsögðu engin ástæða til annars en að láta rannsókn fara fram á báðum þessum fyrirtækjum samhliða.