14.02.1961
Efri deild: 58. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 713 í B-deild Alþingistíðinda. (445)

186. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1961

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Það frv., sem hér er til umræðu, er að efni til áreiðanlega kunnugt öllum hv. alþingismönnum, og þarf ég þess vegna ekki að skýra það neitt sérstaklega, enda mundi ég ekki um það annað hafa að segja en fram er tekið í hinni stuttu grg., sem frv. fylgir. Það er venju samkvæmt, að málinu sé ekki vísað til nefndar, og vildi ég leyfa mér að mælast til, ef það er vilji hv. deildar, að að lokinni meðferð málsins nú á þessum fundi verði boðaður nýr fundur og málið þar afgreitt, og þá enn að honum loknum þriðji fundurinn, þar sem málið verði endanlega afgreitt. Ég leyfi mér að beina þessum tilmælum til hæstv. forseta og hv. deildarmanna.