15.12.1960
Neðri deild: 39. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í B-deild Alþingistíðinda. (87)

4. mál, ríkisreikningurinn 1958

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð, vegna þess að síðasti ræðumaður gaf jafnvel í skyn, að það hafi eitthvað staðið á ríkissjóði að greiða það, sem honum ber, á skurðgröft. Ég vil aðeins í tilefni af þessu spyrja hv. ræðumann. Er það svo, að greiðslur frá ríkissjóðs hendi hafi dregizt lengur en ástæða er til, eða er mögulegt að hefja þessar greiðslur fyrr en úttekt hefur farið fram á því, sem verið er að vinna? Ég held, að það verði að mæla skurðina og taka þá út, og þegar skýrslur hafa komið til Búnaðarfélagsins um framkvæmdirnar, þá ætla ég, að a.m.k. á því ári, sem nú er að líða, hafi ekki staðið á að greiða styrkinn.