27.03.1962
Efri deild: 71. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1549 í B-deild Alþingistíðinda. (1468)

204. mál, vernd barna og ungmenna

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Efni þessa frv., sem hér er til umr., er hvorki mikið né margbrotið. í 55. gr. gildandi laga um vernd barna og ungmenna eru ákvæði um það, hvernig farið skuli með rannsókn og meðferð brota, og kveðið svo á, að með það skuli fara að hætti opinberra mála. En ákvæði gr., eins og það er nú orðað, tekur aðeins til brota samkvæmt 44., 45. og 46. gr. 1., en hins vegar eru einnig refsiákvæði í öðrum gr. þessara sömu 1., 39., 41., 42., 47. og 53. gr. 1., og telur dómsmrn. því, að ekki sé unnt að fara með brot gegn þessum gr. að öðrum hætti en sem einkamál, Það sé ekki hægt að fara með þau að hætti opinberra mála. En það er að sjálfsögðu mjög óeðlilegt, að ekki skuli vera farið með sama hætti með brot gegn öllum ákvæðum þessara laga. Virðist vera um mistök að ræða, þegar l. var eitt sinn breytt, því að engin sjáanleg ástæða er til þess, að ekki skuli eiga að fara með rannsókn og meðferð brota gagnvart öllum, samkv. l. í heild, að hætti opinberra mála. Þess vegna er í frv. lagt til, að 55. gr. verði breytt þannig, að um rannsókn og meðferð brota, sem refsing er lögð við í l. um meðferð barna og ungmenna, skuli fara að hætti opinberra mála.

Ég vil leyfa mér, herra forseti, að leggja til, að frv. verði vísað að lokinni þessari umr. til 2. umr. og hv. menntmn.