14.04.1962
Neðri deild: 92. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1844 í B-deild Alþingistíðinda. (1599)

170. mál, Stofnalánadeild landbúnaðarins

Guðjón Jósefsson:

Hæstv. forseti. Það hefur verið rætt um þetta frv., sem hér liggur fyrir, við þessa umr. nokkuð almennt, svo að ég held, að ég fari ekki neitt út fyrir það svið, sem þar hefur verið markað, þó að ég geri það einnig. Það hefur komið á daginn, að eitt af dagblöðunum hér í Reykjavík virðist vita til þess, að varamenn þurfi að borga fyrir að komast inn í þingið. Það getur vel verið, að slíkar greiðslur eigi sér stað hjá þeim hv. flokki, sem þetta dagblað er málsvari fyrir, ég þekki það ekki. Sennilegt er, að blaðið dragi þessar upplýsingar af kunnugleika innan síns eigin flokks. En af því að þessu blaði. Tímanum, finnst, að ég hafi borgað ákaflega lítið fyrir að mega sitja á þingi sem varamaður, þá er ekkert úr vegi að vita, hvort ekki er hægt að hugga þetta ágæta blað með því að inna einhverjar meiri greiðslur af hendi. En það var einmitt í sambandi við lítil ummæli, sem ég hafði um þetta mál, sem hér liggur fyrir, sem tímanum þótti ástæða til að tala um þessa borgun varamanna fyrir að fá að sitja á Alþingi.

Það var hv. síðasti ræðumaður, hv. 1. Þm. Norðurl. v., sem talaði um, að málið lægi mjög ljóst fyrir. Við skulum ganga út frá því, að svo sé. Eigi að síður hafa þeir hv. þingmenn úr liði stjórnarandstöðunnar, sem um málið hafa talað, haft um það mörg orð og tekið margir til máls. Það virðist svo sem þeim hafi ekki virzt málið allt of ljóst, ellegar þeir halda þá, að hv. þingmenn og kjósendur úti um landið hafi ekki allt of góðan skilning á málum yfirleitt.

Það. sem m.a. er fundið þessu frv. til foráttu, er, að vextir af lánum stofnlánadeildarinnar verði háir og lánstími stuttur. Eftir frv. get ég ekki komizt á bessa skoðun. Ég veit ekki til, að í frv. sé neins staðar talað um 6–61/2% vexti, eins og hv. andstæðingar þess nefna. Það ákvæði frv. sem um þetta fjallar, er á þá leið að vextir skuli ákvarðast af ríkisstj., en að vextir til byggingar íbúðarhúsa skuli vera a.m.k. 1/2% lægri en vextir annarra lána. Það er heldur engan veginn ákveðið í frv.. að lánstími sé yfirleitt 15 ár, t.d. til ræktunarlána, þvert á móti. Ég veit ekki betur en frv. geri ráð fyrir miklu lengri lánum til íbúðarhúsa og einnig lengri ræktunarlánum. Þetta liggur alveg ljóst fyrir. Og þegar talað er um af hv. andstæðingum frv., að þessu eigi þannig að haga í framtíðinni, og að það megi ganga út frá þessu, eins og þeir segja, með vexti og lánstíma, þá virðist mér kenna algers vonleysis, að þeir fái þar nokkru um þokað á næstunni. Það getur vel verið. og mér þykir ekki ólíklegt, að svo fari, að þeir fái ekki aðstöðu til að hafa umráð yfir þessum málum, en að þeir láti þetta vonleysi sitt svona berlega í ljós. því bjóst ég satt að segja ekki við. Þetta er um vextina og lánstímann.

Aðalatriðið í þessu máli eða það, sem mest er um rætt, er 1% álagið á framleiðsluvörur landbúnaðarins. Það er vitanlega ekkert óeðlilegt. Þótt um þetta atriði sé rætt og eitthvað skiptar skoðanir um það. Mér vitanlega hefur heldur enginn haldið því fram, að þetta væri lítilfjörlegt atriði málsins, sem litlu skipti, bæði fyrir bændur og aðra. Þegar um uppbyggingu Þessara mikilvægu sjóða er að ræða, þá er á það að líta, hvaða kostir eru þar fyrir hendi. Það hefur verið bent á, að þrátt fyrir allt tal nú um, að nóg fé sé til að útvega stofnlánadeildinni og það séu engin vandræði í því efni, þá er eins og það sé fyrst núna, sem það upplýsist verulega fyrir hv. þingmönnum, sem andstæðir eru frv., að þetta fé sé til, og þegar þeir tala um ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar yfirleitt, þá lýsa þeir því engan veginn svo vel, að Þar sé allt í himnalagi. Það er fordæmi fyrir því, að slíkur skattur hefur verið lagður á bændurna, og þó að það korni ekki þessu máli beinlínis við, — það liggur ekki fyrir hér á Þessu stigi að taka afstöðu til Þess atriðis, — þá virðist mér þá, að þetta fordæmi gefi tilefni til þess að líta á málið frá fleiri en einni hlið. Ég get gjarnan lýst yfir Því, — og ég er sannfærður um, að margir bændur hafa svipaða skoðun á því máli. — að mér virðist reginmunur á að leggja fram fé til stórhallarbyggingar hér í höfuðstað landsins, jafnvel þó að það kunni að vera góð og gagnleg og nauðsynleg bygging, og að bændur leggi fram slíkt fé til að byggja upp sína eigin lánasjóði. Þar er fjármagnið lagt af mörkum til þess að standa betur að vígi að byggja upp land sitt, rækta það og efla nauðsynlegar framfarir og framkvæmdir í sveitunum. Það er einmitt þetta, sem bændurnir hafa verið að gera, og þeir ætla að halda Þessu áfram, og þeir ætla einskis að láta ófreistað í þeirri uppbyggingu. Á móti því framlagi, sem bændurnir leggja fram í þessu skyni. kemur jafnhátt framlag úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar, ríkissjóði, sem er mikilvægt atriði, fyrir utan fleiri stoðir, sem renna undir þessa stofnlánadeild.

Það er talað um, að hér sé farið inn á nýjar brautir. Það má vel vera. að svo sé. Ég held. að bændur landsins hafi ekki hikað við að brjóta sér land og leggja brautir til framtíðarinnar í gegnum sín verk, og það er ekkert til að ásaka fyrir, þá að þeir hefji nýja sókn á Þessu sviði og brjóti sér nýjar leiðir til framkvæmda og athafna og hagsældar.

Ég er sannfærður um Það fyrir mitt leyti, að þó að þetta kosti bændurna átak og þetta sé framlag af þeirra hendi, sem ekki er lítilfjörlegt og kostar þá nokkra rýrnun á kaupi, þá munu þeir verða ótalmargir bændurnir, sem telja það ekki eftir, og ósk okkar verður þá miklu frekar sú að fá okkar kaun greitt gegnum verðlagsgrundvöllinn á þann hátt, sem við teljum að okkur beri rétt til. Það er annað atriðið. En hitt atriðið lýtur að því að halda í horfinu, að standa að því áfram að rækta landið og byggja það upp. Það er það, sem hér liggur fyrir, og það, sem við munum vinna að í framtíðinni.

Þegar komið er nú að Þinglokum, er ekki vert að lengja Þessar umræður, enda er það ekki minn tilgangur, þótt ég segði mína skoðun á þessu máli. Ég er frv. fylgjandi og tel. að með því sé stofnlánasjóðum landbúnaðarins komið á fastan grunn, sem engum stoðum megi undan kippa.