13.04.1962
Efri deild: 87. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1867 í B-deild Alþingistíðinda. (1639)

44. mál, Handritastofnun Íslands

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Menntmn. hefur haft til athugunar frv. til laga um Handritastofnun Íslands, og hefur það verið rætt á nokkrum fundum. Svo sem fram kemur í nál. á þskj. 733, mælir n. með, að frv. verði samþykkt. Hv. 9. þm. Reykv. áskilur sér þó rétt til að flytja eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma varðandi heiti stofnunarinnar, en hann mætti á fundum n. í forföllum hv. 5. þm. Reykn, og að ósk hans. Hv. 5. þm. Austf. áskilur sér og rétt til að fylgja brtt., sem fram kunna að koma.

Um efni frv. vísast til athugasemda við það og fskj. og til framsöguræðu hæstv. menntmrh. við 1. umr. málsins í þessari hv. þingdeild. Menntmn. Nd. hafði frv, til ýtarlegrar athugunar. Var þar hreyft brtt., þó ekki varðandi heiti stofnunarinnar, brtt., sem fallizt var á að draga til baka, þar sem ekki gat orðið fullt samkomulag um það í nefndinni, en allir nm. voru hins vegar sammála um, að æskilegast væri að skapa sem bezta samstöðu um afgreiðslu málsins, svo sem fram kemur í nál. menntmn. Nd.

Í menntmn. þessarar hv. þingdeildar var aðallega rætt um heiti stofnunarinnar, svo sem ráða má af áskilnaði hv. 9. þm. Reykv. um að flytja eða fylgja brtt. varðandi það efni. Ég sé, að enn hafa ekki komið fram brtt. við frv. og því ástæða til að ætla, a.m.k. á þessu stigi málsins, að full samstaða náist um frv., en einróma samstaða og afgreiðsla hv. alþingismanna á málinu yrði stofnuninni vissulega styrkur inn á við og þá ekki síður út á við.