07.04.1962
Neðri deild: 86. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í C-deild Alþingistíðinda. (2575)

171. mál, almannavarnir

Forseti (RH):

Út af þessum ummælum hv. þm. sé ég ástæðu til að taka fram, að frá mínu sjónarmiði er ekkert óþinglegt við það að ganga til atkv. um dagskrártill., sem fram kemur á fundi, sem öllum þdm. var kunnugt um og löglega til boðað. Það þarf væntanlega ekki að benda hv. 7. þm. Reykv. (ÞÞ) sérstaklega á skyldu þm. til að vera viðstaddir meðferð mála í þinginu. Enn fremur lagði hann sérstaka áherzlu á, að till. hefði komið fram seint á kvöldfundi. Ég veit nú ekki nákvæmlega, hvað klukkan hefur verið, en ég geri ráð fyrir, að hún hafi verið eitthvað liðlega 9 í gærkvöld. Það atriði út af fyrir sig skiptir ekki máli, en að þetta sé óþingleg meðferð, því vil ég eindregið mótmæla.