12.02.1962
Neðri deild: 47. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 443 í C-deild Alþingistíðinda. (2880)

123. mál, síldarleit úr lofti

Jónas G. Rafnar:

Herra forseti. Hv. 4. þm.. Norðurl. v. og ég höfum á þskj. 239 leyft okkur að flytja frv. til l. um breyt. á lögum nr. 56 frá 1954, um síldarleit úr lofti. Eins og öllum hv. þm.. er kunnugt, hefur undanfarin sumur verið haldið uppi síldarleit með flugvélum fyrir Norður- og Austurlandi. Einnig hefur varðskipið Ægir og m.s. Fanney verið notuð til síldarleitar. Hafa og fiskifræðingar, starfsmenn atvinnudeildar háskólans og aðstoðarmenn þeirra, verið um borð í skipunum og stjórnað leitinni. Jafnframt hafa þeir þá unnið úr rannsóknum á göngum síldarinnar og öðrum háttum hennar.

Um það munu ekki vera skiptar skoðanir meðal þeirra mörgu aðila, sem hagsmuna hafa að gæta í sambandi við síldveiðarnar, að síldarleitin, bæði í lofti og á sjó, hafi komið að mjög miklum notum. Má því fullyrða, að þessi starfsemi, sem hingað til hefur verið kostuð af ríkinu, fiskimálasjóði og síldarútveginum, verði stóraukin á næstu árum. Auk þess verkefni að vísa fiskibátunum á síldina þarf stöðugt að afla sem öruggastra upplýsinga um alla hagi hennar og háttu. Það verður vart geri nema með skipum, sem búin eru fullkomnum rannsóknartækjum, undir stjórn reyndra sérfræðinga. Þarf því án efa að fjölga þeim skipum, sem stunda síldarleit og síldarrannsóknir hér við land. Um síldarleit úr lofti fjalla sérstök lög, nr. 56 frá 1954. Þar er kveðið á um stjórn leitarinnar og framkvæmd, einnig hvaða aðilar eigi að hera kostnaðinn af leitinni og í hvaða hlutföllum. Eru lögin eingöngu miðuð við síldarleit úr lofti. Um síldarleit á sjó eru hins vegar ekki til nein bein lagaákvæði. Hefur sú leit verið að öllu leyti kostuð af ríkissjóði.

Flm. þessa frv. telja eðlilegt, að síldarleitin fyrir Norður- og Austurlandi lúti einni og sömu yfirstjórn, hvort sem um er að ræða leit úr lofti eða á sjó, enda hljóti þessar tvær greinar síldarleitarinnar að vera svo samantvinnaðar, að vart verði á milli skilið.

Brtt. okkar við gildandi lög um síldarleit úr lofti eru í aðalatriðum þessar:

1) Lagt eru til, að haldið verði uppi síldarleit úr lofti og af sjó fyrir Norður- og Austurlandi vor- og sumarmánuðina, eins og nánar er kveðið á um í i. gr. frv. Ákvæðinu um síldarleit á sjó er þannig bætt við.

2) Samkvæmt lögunum annast nú þriggja manna nefnd framkvæmd síldarleitarinnar úr lofti, skipuð af atvmrh. samkvæmt tilnefningu stjórnar síldarverksmiðja ríkisins, síldarútvegsnefndar og stjórnar fiskimálasjóðs. Lagt er til, að síldarleitarnefnd verði skipuð sex mönnum, sem atvmrh. skipi samkvæmt tilnefningu eftirtalinna aðila: stjórnar síldarverksmiðja ríkisins, samtaka síldarverksmiðjanna á Norður- og Austurlandi, síldarútvegsnefndar, stjórnar fiskimálasjóðs, stjórnar Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og fiskideildar atvinnudeildar Háskóla Íslands. Með breyt. er þannig stefnt að því, að allir þeir aðilar, sem mestra hagsmuna hafa að gæta í sambandi við síldveiðarnar, geti komið sínum sjónarmiðum að við framkvæmd síldarleitarinnar,

3) Gert er ráð fyrir því, að síldarleitarstjóri ráði flugvélar og skip til leitarinnar í samráði við síldarleitarnefnd, að fengnu samþykki ráðherra.

4) Kostnaður við síldarleitina á hafi úti á áfram allur að greiðast úr ríkissjóði, en kostnaðurinn vegna leitarinnar tír lofti af sömu aðilum og lögin frá 1957 ákveða, þ.e.a.s. fiskimálasjóður 1/3 hluta kostnaðarins, en 2/3 hluta greiði síldarútvegsnefnd og síldarverksmiðjurnar, sem reknar eru á svæðinu frá Horni að Djúpavogi. Þá skiptingu ákveða lögin að miða skuli við tunnufjölda herpinótasíldar til útflutnings og málafjölda bræðslusíldar og skuli tunna saltsíldar látin jafngilda hálfu öðru máli til bræðslu. Í frv. er gert ráð fyrir þeirri breytingu, að fyrir 20. maí í stað „í júnímánuði“, eins og í lögunum stendur, skuli stjórn síldarverksmiðja ríkisins, síldarútvegsnefnd og fiskimálasjóður leggja fram hver um sig 150 þús. kr. til þess að standa straum af kostnaði síldarleitar úr lofti, í stað 100 þús. kr., sem áður var. Er þessi hækkun talin nauðsynleg vegna aukins kostnaðar við síldarleitina.

5) Að lokum er gert ráð fyrir því, að verði frv. að lögum, skuli fella meginmál þess inn í lög nr. 56 frá 1954 og gefa þan út svo breytt með fyrirsögninni: Lög um, síldarleit.

Þá eru og í frv. ákvæði til bráðabirgða, sem kveða á um, að síldarleitarnefnd verði skipuð fyrir 1. maí 1962, nái frv. lagagildi.

Að lokum vil ég geta þess, að hv. 4. þm.. Norðurl. v. er fyrri flm. máls þessa, en hann átti ekki kost á að fylgja frv. úr hlaði nú við 1. umr. vegna fjarveru sinnar.

Ég leyfi mér svo, herra forseti, að mælast til þess, að frv. verði vísað til 2. umr. að lokinni þessari umr. og til hv. sjútvn.