18.10.1962
Efri deild: 4. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í B-deild Alþingistíðinda. (110)

8. mál, öryggisráðstafanir gegn geislavirkum efnum

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Frv. þetta er samið að frumkvæði Kjarnfræðinefndar Íslands og hefur hlotið rækilegan undirbúning sérfræðinga og eindregin meðmæli landlæknis. Nauðsyn þess kemur af því, að ýmis geislavirk efni eru nú notuð í læknisfræði, landbúnaði, iðnaði og við almennar rannsóknir, og eru þar nauðsynleg. Af þessum efnum stafar margvísleg hætta, sem gera þarf gagnráðstafanir gegn. Það eru auðvitað sérfræðingar einir, sem geta kveðið á um, hver þessi efni séu og hvaða gagnráðstafanir þurfi að gera. Ég hygg, að það liggi nú þegar fyrir frv. að reglugerð, sem setja þurfi skv. þessari löggjöf. Og ef sú nefnd, sem þetta mál fær til meðferðar, óskar að sjá það frv., mun vafalaust ekki standa á því. Eins og ég segi, þá er þetta mál eitt af þeim, sem sérfræðingar einir geta fjallað um, svo að af nokkru viti sé. Og þar sem ég er laus við alla sér fræðiþekkingu í þeim efnum, skal ég ekki fjölyrða meir um málið, heldur leggja til, að því verði vísað til 2. umr. og hv. heilbr: og félmn.