13.02.1963
Sameinað þing: 29. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1973 í B-deild Alþingistíðinda. (1899)

Varamenn taka þingsæti- rannsókn kjörbréfa

forseti (FS):

Frá forseta Nd. hafa svo hljóðandi bréf borizt:

„Reykjavík, 13. febr. 1963.

Gísli Jónsson, 1. þm. Vestf., hefur ritað mér á þessa leið:

Vegna setu á þingi Norðurlandaráðs verð ég hindraður frá að sitja á Alþingi næstu tvær vikur. Er það ósk mín, herra forseti, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Vesturlandskjördæmi, Sigurður Bjarnason ritstjóri, taki á meðan sæti mitt á Alþingi.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti. Jóhann Hafstein, forseti Nd.

Skv. bréfi þessu tekur Sigurður Bjarnason sæti Gísla Jónssonar fyrst um sinn. Kjörbréf hans hefur áður verið rannsakað og samþ., og býð ég hann hér með velkominn.

Þá er hér annað sams konar bréf frá forseta Nd., dags. sama dag, á þessa leið.

„Sigurður Ingimundarson, 1. landsk., hefur ritað mér eftirfarandi:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til þess að sitja á þingi Norðurlandaráðs og mun því ekki geta setið á Alþingi næstu tvær vikur, leyfi ég mér, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að óska þess, að varamaður minn, Unnar Stefánsson viðskiptafræðingur, taki á meðan sæti mitt á Alþingi“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Jóhann Hafstein,

forseti Nd.

Kjörbréf Unnars Stefánssonar hefur áður verið rannsakað og samþ., og tekur hann samkv. þessu nú sæti Sigurðar Ingimundarsonar hér á Alþingi, og býð ég hann velkominn.

Þá er enn í þriðja og síðasta lagi bréf frá forseta Nd. á þessa leið, það er dags. 13. febr.:

„Einar Olgeirsson, 3. þm. Reykv., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til þess að sitja á þingi Norðurlandaráðs og mun því ekki geta setið á Alþingi næstu 2 vikur, leyfi ég mér, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að óska þess, að varamaður minn, Margrét Sigurðardóttir húsfrú, taki á meðan sæti mitt á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Jóhann Hafstein,

forseti Nd.

Kjörbréf Margrétar Sigurðardóttur hefur áður verið rannsakað og samþ. Hún tekur nú samkv. þessu sæti Einars Olgeirssonar hér á Alþingi, og býð ég hana einnig velkomna.