06.04.1963
Sameinað þing: 45. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1986 í B-deild Alþingistíðinda. (1958)

Þingrof

forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Forseti Íslands hefur í gær gefið út svo hljóðandi forsetabréf:

„Forseti Íslands gerir kunnugt.

Forsætisráðherra hefur tjáð mér, að þar sem almennar kosningar til Alþingis hafi síðast farið fram 25. og 26. október 1959 og umboð þingmanna falli því eigi niður, án þingrofs, fyrr en á hausti komanda, er 4 ár eru liðin frá kjördegi 1959, en hentara þyki, að kosningarnar fari fram fyrr á árinu, beri nauðsyn til að rjúfa Alþingi og ákveða kjördag samkv. 130. gr. l. nr. 52 1959, um kosningar til Alþingis.

Því mæli ég svo fyrir, að Alþingi er rofið frá og með 9. júní 1963. Jafnframt ákveð ég, að almennar kosningar til Alþingis skuli fara fram þann dag, sunnudaginn 9. júní 1963,

Gert í Reykjavík, 5. apríl 1963.

Ásgeir Ásgeirsson

Ólafur Thors.

Forsetabréf um þingrof og almennar kosningar til Alþingis 9. júní 1963.“