10.10.1962
Sameinað þing: 0. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Rannsókn kjörbréfa

Aldursforseti (Gísli Jónsson):

Alþingi hefur borizt bréf frá Emil Jónssyni:

,;Með því að ég er á förum til útlanda til að taka sæti sem fulltrúi Íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna og mun því ekki geta setið fyrstu vikurnar á Alþingi því, er kemur saman 10. n.m., leyfi ég mér með skírskotun til 138, gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að varamaður, Ragnar Guðleifsson kennari í Keflavík, taki sæti mitt á Alþingi í fjarveru minni.

Reykjavík, 26. sept. 1962.

Emil Jónsson.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Hér fylgir og kjörbréf Ragnars Guðleifssonar. Þá hefur hér einnig borizt annað bréf: „Keflavík, 2. okt. 1962.

Vegna aðkallandi starfa heima fyrir mun ég ekki geta setið á Alþingi fram að næstu mánaðamótum. Ég vildi því mega fara þess á leit, að varamaður minn taki sæti á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Alfreð Gíslason, 8. landsk. þm.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Landskjörstjórn gefur út landskjörbréf til herra Sigurðar Bjarnasonar ritstjóra, sem er 1. landsk, varamaður Sjálfstfl.

Þá er hér þriðja bréf, dags. 9. okt. 1962: „Jónas G. Rafnar, 2. þm. Norðurl. e., er nú einn af fulltrúum Íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna og getur af þeim sökum eigi gegnt þingstörfum á Alþingi næstu vikur. Í umboði hans leyfi ég mér hér með að óska þess, herra forseti, að 2. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurl. e., Björn Þórarinsson bóndi í Kílakoti, taki á meðan sæti hans á Alþingi, þar eð fyrsti varaþm. flokksins, Gísli Jónsson menntaskólakennari, telur sér ekki kleift að mæta nú til þings sökum annarra skyldustarfa.

Virðingarfyllst,

Magnús Jónsson.

Til forseta sameinaðs þings.“

Hér liggur og fyrir skeyti:

„Sökum skyldustarfa heima fyrir get ég ekki gegnt þingstörfum í fjarveru Jónasar G. Rafnar. Gísli Jónsson.“

Og svo fylgir hér einnig með kjörbréf; Björns Þórarinssonar.

Með því að þessi kjörbréf þarf öll að athuga, þar sem hér er um nýja fulltrúa að ræða, verður það að gerast af kjördeildum.

Aldursforseti kvaddi sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Ólaf Björnsson, 11. þm. Reykv., og Skúla Guðmundsson, 1. þm. Norðurl. v.

Þessu næst skiptust þingmenn í kjördeildir, og urðu í

1. kjördeild:

SB, AuA, BGr, BK, BFB, EI, EystJ, GeirG, GuðlG, GJóh, HS, IngJ, JÁ, JP, KK, MJ, ÓlJ, PÞ, SÁ, SE.

2, kjördeild:

AGI, ÁB, BBen, BGuðm, EggÞ, RG, FS, GíslJ, GunnG, HÁ, HermJ, JóhH, JÞ, KGuðj, LJÓs, ÓB, ÓTh, RH, SÓÓ, ÞÞ.

3. kjördeild:

ÁÞ, BF, BjörnJ, BP, EðS, EOl, FRV, GíslG, GÍG, GTh, GÞG, HV, IG, JSk, BÞ, KJJ, MAM, PS, SI, SkG.

Varð nú fundarhlé, er kjördeildir gengu út úr þingsalnum til starfa sinna, en að rannsókn lokinni var fundi fram haldið.