01.04.1963
Neðri deild: 63. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 743 í B-deild Alþingistíðinda. (611)

172. mál, byggingasjóður aldraðs fólks

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Frv. til l. um byggingasjóð aldraðs fólks er komið til þessarar hv, d. frá Ed., en þar mun það hafa verið samþ. óbreytt eins og það var lagt fyrir. Heilbr.- og félmn. ræddi frv. á nokkrum fundum, og eins og fram kemur í nál. á þskj.

479, eru nm. sammála um, að með frv. sé stefnt að því að leysa vandamál aldraðs fólks, sem fram að þessu hefur ekki verið sinnt nægilega af hálfu þess opinbera, þ.e.a.s. að greiða götu þess aldraða fólks, sem getur verið sjálfu sér nægt í ellinni og þarf þess ekki með að vistast á elliheimilum eða hjúkrunarheimllum. Út frá þessu sjónarmiði er n. öll sammála um að mæla með því, að frv. nái fram að ganga. Hins vegar bar á góma í n. ýmsar brtt. við frv., og varð ekki samkomulag um þær allar. Meiri hl. n. hefur flutt sérstakar brtt. á þskj. 480, en annar minni hl. n., hv. 4. landsk. þm., flytur brtt. á þskj. 481, og hafa allir nm. óbundnar hendur um það að flytja eða fylgja brtt.

Brtt. okkar, sem erum í meiri hl., fela það aðallega í sér, að í stað þess, að í frv., eins og það kom til d., var gert ráð fyrir, að veita mætti styrki úr sjóðnum til íbúðabygginga aldraðs fólks, þá leggjum við til, að það verði fellt niður, og um þá brtt. út af fyrir sig, hygg ég, að sé ekki ágreiningur meðal nm. Við teljum, að með því að veita eingöngu lán úr sjóðnum séu meiri líkur til þess, að hann eflist og vaxi. Fleiri brtt. okkar við frv. leiðir af þessari till.

Í öðru lagi leggjum við til breyt. á 6. gr. frv., en þar var, eins og frv. kom til d., gert ráð fyrir, að húsnæðismálastjórn hefði með úthlutun á nokkrum hluta sjóðsins að gera til húsbygginga aldraðs fólks. Þetta leggjum við til að verði fellt niður. Við teljum það óþarft, að fleiri aðilar fjalli um stjórn sjóðsins en Tryggingastofnun ríkisins, sem á aðallega að hafa stjórn hans með höndum samkv. frv.

Þá flytjum við þá brtt. við 7. gr., að lán úr sjóðnum megi nema allt að 50% af kostnaðarverði íbúðanna, sem séu veðtryggð, og að heimilt sé að veita þau lán á eftir eða samhliða veðlánum annars staðar frá, er nemi allt að 35% af kostnaðarverði íbúðanna, þannig að samanlagt megi lán á íbúðunum nema 85%, og ég sé það á brtt. hv. minni hl., að hann flytur brtt., sem fer í svipaða átt og þetta. Út af fyrir sig hygg ég því, að ekki sé ágreiningur um þetta atriði. Það var rætt í n., hvort setja skyldi inn í frv. ákvæði um lánskjör og lánstíma, en meiri hl. n. fannst ekki ástæða til þess og vildi heldur hafa það á valdi sjóðsstjórnar og ráðh. að ákveða lánskjörin, eins og kemur fram í nál. okkar. Hins vegar er enginn ágreiningur um það í n., að þessi lánskjör eigi að vera hagstæð lántakendum og með því hagstæðasta, sem tíðkast á vettvangi húsnæðismálalána, eins og kemur fram í nál. okkar.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um frv. eða brtt. N. sem heild mælir með því, að frv, hljóti afgreiðslu á þessu þingi.