26.03.1963
Efri deild: 62. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 760 í B-deild Alþingistíðinda. (655)

212. mál, innflutnings- og gjaldeyrismál o.fl.

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Efni þessa frv. er mjög einfalt. Undanfarin ár hefur verið í lögum heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að lækka aðflutningsgjöld af þeim bifreiðum, sem lamaðir og fatlaðir kaupa frá útlöndum. Á s. l. ári var þessi heimild takmörkuð við 150 bifreiðar, en hún hefur ávallt undanfarið verið samþ. til eins árs í senn. Í þessu frv, er lagt til, að á árinu 1963 verði talan hin sama og í fyrra, þ.e.a.s., að heimilað verði að lækka aðflutningsgjöld af 150 bifreiðum, sem fluttar eru inn handa lömuðum og fötluðum. Fleiri skýringa tel ég þetta frv. ekki þurfa og leyfi mér að leggja til, herra forseti, að að lokinni þessari umr. verði málinu vísað til 2. umr. og hv, fjhn.