11.10.1963
Sameinað þing: 0. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (10)

Rannsókn kjörbréfa

Aldursforseti (ÓTh):

Út af ummælum hv. 3. þm. Norðurl, v. leyfi ég mér að segja þetta: Þessum umr. er útvarpað. Ég gæti þess vegna vel hugsað mér, að einhver fyndi ástæðu til að bera blak af meiri hl. kjörstjórnar Siglufjarðar. Ég vil þó mælast undan því, að menn fari nú að rökræða þetta atriði fremur en önnur atriði, sem um er deilt og ágreiningsmál eru og þarf að úrskurða líka vegna fordæmis, svo að betur sé ljóst, hverjum reglum á að fylgja í framtíðinni. En fyrir það þykir mér rétt að láta þessar aths. falla, að ég tel réttan vettvang að ræða þessi mál vera, þegar málið kemur aftur til kasta Alþingis frá kjörbréfanefnd. Ég vil því mælast undan því, að þetta mál verði rætt frekar en orðið er að þessu sinni.

Hv. 5. þm. Vesturl. hafði beðið um orðið og vill kannske koma að sínum aths.