09.05.1964
Neðri deild: 96. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1953 í B-deild Alþingistíðinda. (1476)

128. mál, búfjárhald í kaupstöðum og kauptúnum

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þessi aths. hv. 3. þm. Sunnl. virðist ekki taka tillit til þess, að í 2. gr. er berum orðum tekið fram, að í reglugerðinni sé ákveðið, að tiltekið búfjárhald sé algerlega bannað í kaupstaðnum (borginni), takmarkað að því er snertir fjölda hverrar tegundar eða bundið við tiltekin svæði innan bæjarlandsins (borgarlandsins). Það er alveg eins hægt að hafa það innan sveitarfélagsins.