05.05.1964
Neðri deild: 90. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1956 í B-deild Alþingistíðinda. (1488)

223. mál, lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar

Flm. (Matthías A. Mathiesen):

Herra forseti. Ég hef leyft mér ásamt þremur hv. þm. þessarar d. að flytja frv. til l. um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar á þskj. 551. Eins og fram kemur í grg. þessa frv., er það flutt að beiðni bæjarstjórans í Hafnarfirði og sveitarstjórans í Garðahreppi, en mál þau, sem hér um ræðir, hafa verið á dagskrá þessara tveggja sveitarfélaga undanfarin ár og nú náðst endanlegt samkomulag um það deiluefni, sem hér hefur verið á ferðinni.

Frv. er, eins og hv, þm. hafa séð, um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar. Það er þannig til komið, að lögin um bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru frá 1907, en Hafnarfjörður hlaut kaupstaðarréttindi 1908. hessum l. var breytt á Alþingi 1959, sem þá var aðeins leiðrétting með tilliti til þeirrar byggðar, sem myndazt hafði á mörkum Hafnarfjarðarkaupstaðar og Garðahrepps, en með 1. nr. 11 1936 voru Hafnarfirði veitt réttindi til nytja lands úr Garðahreppi, en eftir að byggð hefur farið að aukast í Garðahreppi, hefur hvað eftir annað komið fram ósk af hálfu Garðahrepps, að þau réttindi, sem Hafnarfjarðarkaupstaður fékk með þessum lögum, yrðu látin af hendi, og síðan verið undanfarin ár umr, á milli þessara tveggja sveitarfélaga, sem nú hafa endað þannig, að bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hreppsnefnd Garðahrepps hafa gert með sér samkomulag og frv. flutt, eins og ég gat um áðan, samkv. þeirra beiðni.

Í höfuðdráttum inniheldur frv. þá breytingu, eins og fram kemur í bréfi frá sveitarstjóranum og bæjarstjóranum, að Hafnarfjörður gefur eftir þau réttindi, sem hann hafði í Garðahreppi, en sá hluti Garðahrepps, sem hefur verið sunnan Hafnarfjarðar, þ.e.a.s. suður að Vatnsleysustrandahreppi, falli hins vegar undir lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar.

Ég tel ekki ástæðu til að orðlengja þetta hér. Ég vonast til þess, að frv, nái afgreiðslu á því þingi, sem senn fer að ljúka, og vildi því mælast til þess, að því yrði vísað til hv. heilbr.- og félmn. að lokinni þessari umr.