24.10.1963
Neðri deild: 5. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2179 í B-deild Alþingistíðinda. (1634)

Olíugeymar í Hvalfirði

Utanrrh. (Guðmundur I. Guðmundsson):

Herra forseti. Hér er um hártogun að ræða hjá hv. síðasta ræðumanni. Ég man ekki nákvæmlega, hvernig orð mín voru um þetta, en það er ákveðin ófrávíkjanleg regla hjá Atlantshafsbandalaginu, að ef það óskar eftir að taka einhverja fjárveitingu inn á infrastructureáætlun, þá er óskin um þetta send til viðkomandi lands, meðan verið er að undirbúa áætlunina, og það er ekki tekið inn á áætlunina sjálfa, fyrr en leyfi þess lands liggur fyrir. Ríkisstj. Íslands var gerð grein fyrir því á árinu 1955, þegar verið var að undirbúa áætlunina, að fjárveitingar í Hvalfjörð væri óskað eftir að taka inn á þessa fjárhagsáætlun, og þess vegna fóru umr, fram.