23.01.1964
Sameinað þing: 36. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2209 í B-deild Alþingistíðinda. (1660)

Afgreiðsla mála úr sameinuðu Alþingi

Forseti (BF):

Út af ummælum hv. 1. þm. Norðurl. v. vil ég aðeins taka það fram, að eins og hv. þm. er sjálfum bezt kunnugt, hefur það komið fyrir æ ofan í æ á þinginu, það sem af er, að reglulegur fundartími hefur farið í umr. utan dagskrár. Það er náttúrlega hlutur, sem hv, alþm. hafa sjálfir á valdi sínu, hvort þeir kjósa heldur að ræða einhver mál, sem eru á dagskrá í það og það skiptið, eða ræða önnur mál utan dagskrár. Þetta hefur einnig komið fyrir á aukafundum, sem boðaðir hafa verið til þess að reyna að greiða fyrir afgreiðslu mála í sameinuðu þingi núna fyrir áramótin, og þarf ég ekki að minna hv. þm, á það. En að öðru leyti mun ég taka þessi tilmæli um afgreiðslu þeirra mála, sem fyrir liggja, til athugunar.