11.03.1964
Sameinað þing: 52. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 67 í D-deild Alþingistíðinda. (2396)

94. mál, iðnrekstur í kauptúnum og kaupstöðum

Frsm. (Gunnar Gíslason):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. — Hv. 5. landsk. fann það helzt að till, okkar, að í henni væri ekkert tímatakmark, ekkert ákvæði um það, hvenær þessi nefnd ætti að hafa lokið störfum. Mér virðist nú reynslan hafa sýnt það oft og tíðum, að það hafi ekki mikið að segja, þótt slíkt tímatakmark sé sett inn í þáltill., og kom það raunar ljóslega fram í umr. um aðra Þáltill., og kom það raunar ljóslega fram í umr. um aðra þáltill., sem var til umr. hér í þinginu í dag, svo að ég legg ekki mikið upp úr því. Hitt er aðalatriðið, að það veljist í n. góðir menn, sem taka störf sín alvarlega, og ef þeir gera það, er ég viss um, að þeir hraða störfum sínum eftir beztu getu.

Þá fann hv. 5. landsk. að því , að till. væri of víðtæk. Ég get ekki fallizt á, að það sé neinn ljóður á okkur flm., þó að við sjáum örlítið lengra en fram fyrir nefið á sjálfum okkur. Það er alveg rétt hjá hv. þm., og það vitum við og það vita allir hv. alþm. og raunar þjóðin öll, að atvinnuástand hefur verið einna erfiðast í því kjördæmi, sem við erum fulltrúar fyrir, og þá gefur það auga leið, að þeir menn, sem taka að sér þessi störf, athuga, hvað hægt er að gera til að bæta atvinnuástandið í þeim landshlutum eða þeim byggðarlögum, þar sem vitað er að mest er þörfin. En ástæðan til þess, að við bundum okkur ekki einvörðungu við okkar kjördæmi, var t.d. sú, að okkur var það fyllilega ljóst, að ástandið við vestanverðan Húnaflóa í Strandasýslu er sízt betra en hjá okkur og það þarf alveg eins að hugsa um fólk, sem byggir Strandasýslu, og fólk, sem byggir Norðurlandskjördæmi vestra, svo að ég nefni dæmi.